Gagnrýnir gestgjafaverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar: „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 15:06 Aðsend/Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skaut föstum skotum á Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, og á Góða gestgjafa, nýtt samstarfsverkefni sem er meðal annars á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, í Facebook færslu sem hún birti í dag. Sólveig skrifar í Facebook færslu um verkföll hótelstarfsmanna fyrr á árinu og viðbrögð samtaka ferðaþjónustunnar, sér í lagi Bjarnheiðar, við því. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf.“ Auk þess sakar Sólveig Bjarnheiði um lygar í tengslum við verkföllin. „Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust.“ Sakar Bjarnheiði um þjófnað á þjóðareign Þá beinir hún athyglinni að verkefninu Góðir gestgjafar, sem er meðal annars í umsjá samtaka ferðaþjónustunnar. „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar,“ segir í færslunni. „Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna,“ bætir hún við. „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ endar Sólveig á að segja. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Nýju samstarfsverkefni, Góðir gestgjafar, var hleypt af stokkunum á föstudaginn. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að njóta þess mikilvæga hlutverks að vera gestgjafar og þeirra margvíslegu gæða sem því fylgja. Samtök ferðaþjónustunnar, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og áfangastaðastofur landshlutanna sem standa að baki verkefninu. Ferðamennska á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Sólveig skrifar í Facebook færslu um verkföll hótelstarfsmanna fyrr á árinu og viðbrögð samtaka ferðaþjónustunnar, sér í lagi Bjarnheiðar, við því. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf.“ Auk þess sakar Sólveig Bjarnheiði um lygar í tengslum við verkföllin. „Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust.“ Sakar Bjarnheiði um þjófnað á þjóðareign Þá beinir hún athyglinni að verkefninu Góðir gestgjafar, sem er meðal annars í umsjá samtaka ferðaþjónustunnar. „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar,“ segir í færslunni. „Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna,“ bætir hún við. „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ endar Sólveig á að segja. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Nýju samstarfsverkefni, Góðir gestgjafar, var hleypt af stokkunum á föstudaginn. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að njóta þess mikilvæga hlutverks að vera gestgjafar og þeirra margvíslegu gæða sem því fylgja. Samtök ferðaþjónustunnar, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og áfangastaðastofur landshlutanna sem standa að baki verkefninu.
Ferðamennska á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira