Skráir Djokovic sig í sögubækurnar í dag? Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 10:32 Novak Djokovic getur unnið sinn 24. risatitil í dag Vísir/Getty Novak Djokovic gæti unnið sinn 24. risatitil á Wimbledon í dag þegar hann mætir Carlos Alcaraz í úrslitaviðureign mótsins. Hann yrði þá sigursælasti tennisspilari allra tíma en hann deilir nafnbótinni núna með Serena Williams. Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag. Tennis Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Sjá meira
Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag.
Tennis Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Sjá meira