Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 15:04 Skúli Mogensen er þakklátur fyrir tíma sinn í Hvammsvík. Vísir/Vilhelm Sjóböðin við Hvammsvík eru eins árs og verður boðið upp á dagskrá um helgina í tilefni af því. Eigandi þeirra Skúli Mogensen segist mæla með útivist og líkamlegri vinnu fyrir alla sem upplifi hverskyns áföll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvammsvíkinni eftir framkvæmdir þar. Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári: Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári:
Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira