Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 10:47 Simon og Fraser eiginmaður hennar við lendinguna á Reykjavíkurflugvelli 12. október í fyrra. Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt. Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt.
Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira