Leikarar í Hollywood komnir í verkfall Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 23:01 Formaður stéttarfélagsins Fran Drescher á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um verkfallið. getty Stjórn stéttarfélags leikara í Hollywood (SAG) samþykkti í kvöld að leggja niður störf á miðnætti. Verkfallið nær til um 160 þúsund leikara sem hafa undanfarið reynt að ná nýjum samningi, fyrir leikara í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, í höfn. Samningaviðræður við framleiðendur hafa staðið yfir undanfarnar vikur og fór stéttarfélag leikara fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Í gær sigldu þær viðræður í strand og var kosið um verkfallið í kvöld. „Við erum fórnarlömbin hér,“ er haft eftir formanni stéttarfélagsins Fran Drescher í frétt LA Times um málið. „Fórnarlömb í mjög gráðugum bransa. Ég er hneyksluð yfir því hvernig fólkið sem við höfum átt í viðskiptum við kemur fram við okkur. Það er ógeðslegt, skammist ykkar. Þeir standa röngum megin í sögunni á þessari stundu.“ Um er að ræða fyrsta verkfall leikara í 63 ár. Á meðan verkfallinu stendur mega leikarar ekki sækja frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Líkur eru því á að Emmy verðlaunum, sem eiga að fara fram í september, verði frestað fram á vetur. Handritshöfundar hafa sömuleiðis staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni í Hollywood og hófu verkfallsaðgerðir 2. maí síðastliðinn. Í kvöld gengu leikararnir Matt Damon, Emily Blunt, Cillian Murphy og Florence Pugh út af frumsýningu stórmyndarinnar Oppenheimer í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan tilkynnti sýningargestum að verkfall væri hafið og því væru leikararnir ekki viðstaddir: Official: Christopher Nolan just confirmed the cast of #Oppenheimer have LEFT the U.K. premiere due to the #SAGAFTRA strike The first time in 60 years that writers and actors are striking together. #SAGStrike pic.twitter.com/BQBo2jRfCd— The Weekly Cut (@weeklycut) July 13, 2023 Hollywood Kjaramál Bandaríkin Tengdar fréttir Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Samningaviðræður við framleiðendur hafa staðið yfir undanfarnar vikur og fór stéttarfélag leikara fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Í gær sigldu þær viðræður í strand og var kosið um verkfallið í kvöld. „Við erum fórnarlömbin hér,“ er haft eftir formanni stéttarfélagsins Fran Drescher í frétt LA Times um málið. „Fórnarlömb í mjög gráðugum bransa. Ég er hneyksluð yfir því hvernig fólkið sem við höfum átt í viðskiptum við kemur fram við okkur. Það er ógeðslegt, skammist ykkar. Þeir standa röngum megin í sögunni á þessari stundu.“ Um er að ræða fyrsta verkfall leikara í 63 ár. Á meðan verkfallinu stendur mega leikarar ekki sækja frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Líkur eru því á að Emmy verðlaunum, sem eiga að fara fram í september, verði frestað fram á vetur. Handritshöfundar hafa sömuleiðis staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni í Hollywood og hófu verkfallsaðgerðir 2. maí síðastliðinn. Í kvöld gengu leikararnir Matt Damon, Emily Blunt, Cillian Murphy og Florence Pugh út af frumsýningu stórmyndarinnar Oppenheimer í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan tilkynnti sýningargestum að verkfall væri hafið og því væru leikararnir ekki viðstaddir: Official: Christopher Nolan just confirmed the cast of #Oppenheimer have LEFT the U.K. premiere due to the #SAGAFTRA strike The first time in 60 years that writers and actors are striking together. #SAGStrike pic.twitter.com/BQBo2jRfCd— The Weekly Cut (@weeklycut) July 13, 2023
Hollywood Kjaramál Bandaríkin Tengdar fréttir Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43
Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58