Jafnræði ríkti á með liðunum framan af leik og íslenska liðið leiddi aðeins með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðin skiptust svo á að hafa forystuna í öðrum leikhluta þar sem íslenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en leiddi með þrmur stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 42-39.
Íslensku strákarnir tóku hins vegar öll völd á vellinum eftir hálfleikshléið og skoruðu 37 stig gegn aðeins 16 stigum Svartfellinga í þriðja leikhluta. Íslenska liðið náði því 24 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann og gerði þar með svo geott sem út um leikinn.
Fjórði leikhlutinn var því hálfgert formsatriði fyrir íslenska liðið sem vann að lokum öruggan 26 stiga sigur, 99-73.
Orri Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 30 stig, en næstir komu Tómas Valur Þrastarson með 22 stig og Almar Atlason með 21.