Stefnir í verkfall Hollywood leikara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 08:58 Meryl Streep er meðal stórleikara sem hafa sagt að þau styðji verkfallsaðgerðir. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira