Afturelding áfram taplaust | Leiknir kom til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2023 21:40 Topplið Aftureldingar stefnir hraðbyr á Bestu deildina. Afturelding Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Topplið Aftureldingar vann 1-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Þá kom Leiknir Reykjavík til baka gegn Ægi frá Þorlákshöfn. Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira