Í tilkynningu Icelandair segir að borgin bætist við fjölda skíðaáfangastaða veturinn 2023-2024. Auk Innsbruck verði meðal annars flogið til Munchen, Salzburg, Zurich, Verona, Óslóar og Vancouver.
Innsbruck er höfuðborg Tíról héraðsins í Austurríki. Í tilkynningu segir að borgin sé umkringd fjölda skíðasvæða í austurrísku og svissnesku Ölpunum.
