Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2023 14:47 Sigga og Skúli opnuðu staðinn fyrir átta árum. ÁLFTANESKAFFI Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“ Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira