Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2023 14:47 Sigga og Skúli opnuðu staðinn fyrir átta árum. ÁLFTANESKAFFI Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“ Veitingastaðir Garðabær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira