„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2023 23:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
„Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann