Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 12:12 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent