„Voru örugglega búnir að fá sér nokkra Pimm´s“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 13:31 Victoria Azarenka glottir um leið og hún gengur af velli eftir tapið um helgina. Vísir/Getty Tenniskonan Victoria Azarenka frá Belarús tapaði fyrir hinni úkraínsku Elina Svitolina á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Áhorfendur bauluðu á Azarenka þegar hún gekk af velli eftir leik. Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sjá meira