Murray ekki viss um að hann snúi aftur á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 10:31 Andy Murray kveðjur hér áhorfendur á Wimbledon eftir tapið gegn Stefanos Tsitsipas. Vísir/Getty Andy Murray féll úr keppni á Wimbledonmótinu í annarri umferð mótsins í gær. Hann segist óviss hvort hann snúi aftur en hann vann sigur á mótinu árið 2013. Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“ Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira
Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“
Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira