Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 15:31 Páll segir erlenda fanga ekki erfiðari en þá íslensku en að þeim fylgi annars konar áskoranir. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum. Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum.
Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent