„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2023 22:00 Guðmundur telur að það skorti heildarsýn og hvetur nýjan dómsmálaráðherra til að hefjast handa við að búa hana til. Vísir/Sigurjón Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. Í svartri skýrslu umboðsmanns Alþingis sem kom út fyrr í vikunni kemur fram að almennt sé staða kvenna lakari en karla í fangelsum. Þar er, meðal annars, bent á að þær dvelji lengur í lokuðum úrræðum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu eins og meðferðarúrræðum við vímuefnavanda sé lélegt og að takmarkað aðgengi sé fyrir konur að menntunar- eða atvinnuúrræðum innan fangelsanna. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ekkert í skýrslunni slá sig sérstaklega. „Það er ekkert nýtt sem er þarna. Þetta eru athugasemdir Afstöðu í gegnum árin og áratugina,“ segir hann og að hann líti á þemaskýrslurnar sem ákveðna viðurkenningu á vinnu samtakanna. Hann segir það alvitað að staða kvenna í fangelsum sé lakari en karla og að það þurfi að laga það, eins og almennt það sem er í boði í fangelsunum, sama fyrir hvern það er. Kynjaskipting í fangelsum á Íslandi frá 2017 til 2022. Vísir/Kristján „Ég held það sé ekki vit í því að fara að hlaupa á milli handa og fóta og breyta einhverju í hvelli. Það kemur skýrt fram í skýrslunni að það er skortur á heildarstefnu í fangelsismálum og það er það sem nýr dómsmálaráðherra þarf að líta til og verður eflaust hennar fyrsta verk, að gera heildarendurskoðun í fangelsismálum og setja saman stýrihóp af fólki með reynslu í þessum málum til þess að gera þessa hluti betri,“ segir Guðmundur og að þau vilji ekki sjá plástra hér og þar, heldur heildarendurskoðun. Staða kvenna hafi versnað Árið 2015 var kvennafangelsinu í Kópavogi lokað og þótt svo að aðstæður þar hafi ekki verið boðlegar telur Guðmundur að staðan sé enn verri núna. „Staðan þar var mjög slæm en hún er samt verri í dag. Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum. Það á ekki að vera í boði, hvort sem það er í opnum eða lokuðum eða sérúrræðum. Þetta á alltaf að vera sér. Það er ekki í boði að kvenfangi sé mögulega í afplánun með manni sem hefur hugsanlega brotið á henni.“ Fram kemur í niðurstöðu umboðsmanns að konur dvelji almennt lengur í lokuðum úrræðum en karlmenn og er það rakið til þess að þær geti aðeins dvalið á Hólmsheiði og Sogni og kjósi að fara ekki á Sogn. Guðmundur segir almennt mjög slæmt að vera of lengi í lokuðu úrræði og að jaðarsettir hópar innan fangelsisins, eins og konur og geðfatlaðir, dvelji of lengi í þeim. „Það er mjög slæmt en ástæðan fyrir því er ekki bara að það er minna í boði. Það er minna í boði, færri pláss í opnum, en þær koma seinna inn og eru yfirleitt í verri stöðu, veikari, en karlfangar þegar þær koma loksins inn. Það er eitt af því sem þarf að skoða.“ Konur lengur að fá dóma Guðmundur segir refsivörslukerfið meðhöndla karla og konur með ólíkum hætti. Konur séu lengur að fá dóma, séu með fleiri brot að baki og komi veikari í afplánun en karlmenn, en fram kemur í skýrslunni að stór hluti kvenfanga glími við alvarlegan vímuefnavanda. Þá er bent á að erlendir fangar standi oft hallari fæti og bent á ýmsar sértækar aðgerðir er varða þann hóp. Guðmundur telur brýnt að brugðist sé við ábendingunum í skýrslunni. Sumu sé hægt að bregðast við strax en að annað þurfi meira til. „Það eru atriði þarna eins og með vinnu og nám þar sem menntamála og heilbrigðisráðherra hafa brugðist. Við erum ekki hrifnir af skyndibreytingum. Við viljum að málin séu leyst heildstætt því annars skapi það annan vanda og að þetta þurfi að breytast á næsta ári.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segir allar konur í afplánun í viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Fangelsismálastofnun vel meðvitaða um lakari stöðu kvenna í fangelsum landsins. „Við vitum að hallað hefur á konur en þær eru aðeins um 7-10% fangahópsins. Það er ýmislegt sem þarf að gera til þess að tryggja jafna stöðu allra kynja. Ef fjármagn væri til staðar væri vissulega betra að hafa sérstakt fangelsi, bæði lokað og opið, fyrir konur, sérstakt áfangaheimili eingöngu fyrir konur sem og mun meiri sérfræðiþjónustu fyrir þær þar sem ljóst er að margar þeirra hafa upplifað miklar raunir og áföll sem mikilvægt er að meðhöndla,“ segir Páll. Hann segir að brugðist verði við öllum ábendingum sem þeim er unnt að bregðast við. „Við munum rýna vel hvað af þessum athugasemdum við getum brugðist við en hluti þeirra krefst aðkomu ýmissa ráðuneyta auk okkar.“ Hvað varðar mótun heildstæðrar stefnu fyrir fangelsin segir hann þá vinnu ekki hafna en að það verði hugað að aðstæðum kvenna við þá uppbyggingu sem framundan er í fangelsismálum. „Til stendur að stækka Sogn auk þess sem ýmsar aðrar framkvæmdir eru framundan,“ segir Páll. Spurður hvort að einhverjir hópar kvenna standi hallari fæti en aðrir innan fangelsisins segir hann svo ekki endilega vera. „Ég tel nánast allar konur í afplánun vera í viðkvæmri stöðu og nauðsynlegt að líta til þess við frekari uppbyggingarstarf og stefnumótun. Öll uppbygging er háð fjármögnun en ég skynja mikinn áhuga hjá ríkisstjórninni og ekki síður dómsmálaráðuneytinu að halda áfram frekari uppbyggingu innan fangelsiskerfisins og því ber að fagna. Málefni kvenna í afplánun eru þar á meðal.“ Fangelsismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í svartri skýrslu umboðsmanns Alþingis sem kom út fyrr í vikunni kemur fram að almennt sé staða kvenna lakari en karla í fangelsum. Þar er, meðal annars, bent á að þær dvelji lengur í lokuðum úrræðum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu eins og meðferðarúrræðum við vímuefnavanda sé lélegt og að takmarkað aðgengi sé fyrir konur að menntunar- eða atvinnuúrræðum innan fangelsanna. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ekkert í skýrslunni slá sig sérstaklega. „Það er ekkert nýtt sem er þarna. Þetta eru athugasemdir Afstöðu í gegnum árin og áratugina,“ segir hann og að hann líti á þemaskýrslurnar sem ákveðna viðurkenningu á vinnu samtakanna. Hann segir það alvitað að staða kvenna í fangelsum sé lakari en karla og að það þurfi að laga það, eins og almennt það sem er í boði í fangelsunum, sama fyrir hvern það er. Kynjaskipting í fangelsum á Íslandi frá 2017 til 2022. Vísir/Kristján „Ég held það sé ekki vit í því að fara að hlaupa á milli handa og fóta og breyta einhverju í hvelli. Það kemur skýrt fram í skýrslunni að það er skortur á heildarstefnu í fangelsismálum og það er það sem nýr dómsmálaráðherra þarf að líta til og verður eflaust hennar fyrsta verk, að gera heildarendurskoðun í fangelsismálum og setja saman stýrihóp af fólki með reynslu í þessum málum til þess að gera þessa hluti betri,“ segir Guðmundur og að þau vilji ekki sjá plástra hér og þar, heldur heildarendurskoðun. Staða kvenna hafi versnað Árið 2015 var kvennafangelsinu í Kópavogi lokað og þótt svo að aðstæður þar hafi ekki verið boðlegar telur Guðmundur að staðan sé enn verri núna. „Staðan þar var mjög slæm en hún er samt verri í dag. Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum. Það á ekki að vera í boði, hvort sem það er í opnum eða lokuðum eða sérúrræðum. Þetta á alltaf að vera sér. Það er ekki í boði að kvenfangi sé mögulega í afplánun með manni sem hefur hugsanlega brotið á henni.“ Fram kemur í niðurstöðu umboðsmanns að konur dvelji almennt lengur í lokuðum úrræðum en karlmenn og er það rakið til þess að þær geti aðeins dvalið á Hólmsheiði og Sogni og kjósi að fara ekki á Sogn. Guðmundur segir almennt mjög slæmt að vera of lengi í lokuðu úrræði og að jaðarsettir hópar innan fangelsisins, eins og konur og geðfatlaðir, dvelji of lengi í þeim. „Það er mjög slæmt en ástæðan fyrir því er ekki bara að það er minna í boði. Það er minna í boði, færri pláss í opnum, en þær koma seinna inn og eru yfirleitt í verri stöðu, veikari, en karlfangar þegar þær koma loksins inn. Það er eitt af því sem þarf að skoða.“ Konur lengur að fá dóma Guðmundur segir refsivörslukerfið meðhöndla karla og konur með ólíkum hætti. Konur séu lengur að fá dóma, séu með fleiri brot að baki og komi veikari í afplánun en karlmenn, en fram kemur í skýrslunni að stór hluti kvenfanga glími við alvarlegan vímuefnavanda. Þá er bent á að erlendir fangar standi oft hallari fæti og bent á ýmsar sértækar aðgerðir er varða þann hóp. Guðmundur telur brýnt að brugðist sé við ábendingunum í skýrslunni. Sumu sé hægt að bregðast við strax en að annað þurfi meira til. „Það eru atriði þarna eins og með vinnu og nám þar sem menntamála og heilbrigðisráðherra hafa brugðist. Við erum ekki hrifnir af skyndibreytingum. Við viljum að málin séu leyst heildstætt því annars skapi það annan vanda og að þetta þurfi að breytast á næsta ári.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segir allar konur í afplánun í viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Fangelsismálastofnun vel meðvitaða um lakari stöðu kvenna í fangelsum landsins. „Við vitum að hallað hefur á konur en þær eru aðeins um 7-10% fangahópsins. Það er ýmislegt sem þarf að gera til þess að tryggja jafna stöðu allra kynja. Ef fjármagn væri til staðar væri vissulega betra að hafa sérstakt fangelsi, bæði lokað og opið, fyrir konur, sérstakt áfangaheimili eingöngu fyrir konur sem og mun meiri sérfræðiþjónustu fyrir þær þar sem ljóst er að margar þeirra hafa upplifað miklar raunir og áföll sem mikilvægt er að meðhöndla,“ segir Páll. Hann segir að brugðist verði við öllum ábendingum sem þeim er unnt að bregðast við. „Við munum rýna vel hvað af þessum athugasemdum við getum brugðist við en hluti þeirra krefst aðkomu ýmissa ráðuneyta auk okkar.“ Hvað varðar mótun heildstæðrar stefnu fyrir fangelsin segir hann þá vinnu ekki hafna en að það verði hugað að aðstæðum kvenna við þá uppbyggingu sem framundan er í fangelsismálum. „Til stendur að stækka Sogn auk þess sem ýmsar aðrar framkvæmdir eru framundan,“ segir Páll. Spurður hvort að einhverjir hópar kvenna standi hallari fæti en aðrir innan fangelsisins segir hann svo ekki endilega vera. „Ég tel nánast allar konur í afplánun vera í viðkvæmri stöðu og nauðsynlegt að líta til þess við frekari uppbyggingarstarf og stefnumótun. Öll uppbygging er háð fjármögnun en ég skynja mikinn áhuga hjá ríkisstjórninni og ekki síður dómsmálaráðuneytinu að halda áfram frekari uppbyggingu innan fangelsiskerfisins og því ber að fagna. Málefni kvenna í afplánun eru þar á meðal.“
Fangelsismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26