Stöð 2 Sport
Klukkan 16.45 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimamenn taka á móti toppliði Víkings í Bestu deild karla. Klukkan 19.15 eru Bestu tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir helstu tilþrif kvöldsins.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 16.25 hefst upphitun Bestu markanna fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Klukkan 16.50 færum við okkur til Garðabæjar þar sem Stjarnan mætir Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna.
Besta deildin
Klukkan 13.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Keflavík mætast í Bestu deild kvenna.
Besta deildin 2
Klukkan 15.50 hefst útsending frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Fram í Bestu deild karla.