Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 22:27 Manuel Neuer heilsaði upp á starfsfólkið og fékk mynd af sér með þeim inni í eldhúsi. Aðsent Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu. Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu.
Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“