Ozempic er samþykkt til notkunar hjá fullorðnu fólki sem hefur ekki nægilega stjórn á sykursýki 2 og er gefið sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Þá hefur tugum barna með offitu verið gefið Ozempic til þyngdarstjórnunar.
Gert er ráð fyrir að skortur á Ozempic vari út þetta ár á Íslandi. Í tilkynninu á vefsíðu sinni segir Lyfjastofnun að þó að framleiðsla lyfsins hafi verið aukin sé ekki víst hvenær framboð á því anni fyllilega núverandi eftirspurn.
Notendum Ozempic þurfa að setja sig í samband við lækni til að fá nýtt lyf ef þeir reka sig á að það sé ófáanlegt í apótekum. Önnur blóðsykurlækkandi lyf í sama flokki og öðrum sé hægt að nota en mat á hvaða lyf hentar í stað Ozempic sé einstaklingsbundið og í höndum lækna.
Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Annað lyf með hærri styrk virka efnisins semaglútíðs er markaðssett gegn offitu.
Tryggvi Helgason, sérfræðingur í barnalækningum og offitu barna, sagði Fréttablaðinu í mars að tilgangur Ozempic sé ekki að hjálpa fólki að léttast lítillega.
„Ef það er verið að beita þeim á fólk sem er ekki með offitu heldur nokkur aukakíló sem það vill losna við, þá er það misbeiting á þessum lyfjum, ef þú spyrð mig,“ sagði hann við Fréttablaðið sáluga.