Freista þess að tryggja aðild Svía í Vilníus í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2023 07:42 Kristersson og Biden í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tók á móti Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu meðal aðildarumsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu. Kristersson sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt að fundur bandalagsins í Vilníus í næstu viku væri tilvalinn vettvangur til að veita Svíþjóð formlega aðild en stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa staðið í veginum. „Aðeins Tyrkland getur tekið ákvarðanir fyrir Tyrkland,“ ítrekaði Kristersson. Biden sagðist hlakka til aðildar Svía og sagðist vilja ítreka að hann væri ötull stuðningsmaður umsóknar þeirra um aðild að Nató. Biden mun heimsækja Bretland á sunnudaginn og ferðast þaðan á ráðstefnuna í Vilníus, þaðan sem hann mun svo fara í opinbera heimsókn til nýjasta aðildarríkisins, Finnlands. Eins og kunnugt er sóttu bæði Finnland og Svíþjóð um aðild að bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Finnar hafa þegar verið teknir inn en aðild Svía mætir enn andspyrnu, séstaklega í Tyrklandi, þar sem stjórnvöld hafa gert alvarlegar athugasemdir við afstöðu Svía gagnvart Kúrdum. Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Biden, vildi ekki svara því í gær hvort Biden hygðist eiga samtal við leiðtoga Tyrklands og Ungverjalands fyrir fundinn í Vilníus til. Hún sagði forsetann hins vegar staðfastan í stuðningi sínum við umsókn Svía. Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði á þriðjudag að Tyrkir myndu aldrei láta undan tímapressu þegar hann var spurður um mögulega inngöngu Svía í Vilníus í næstu viku. Svíþjóð Bandaríkin Tyrkland NATO Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Kristersson sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt að fundur bandalagsins í Vilníus í næstu viku væri tilvalinn vettvangur til að veita Svíþjóð formlega aðild en stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa staðið í veginum. „Aðeins Tyrkland getur tekið ákvarðanir fyrir Tyrkland,“ ítrekaði Kristersson. Biden sagðist hlakka til aðildar Svía og sagðist vilja ítreka að hann væri ötull stuðningsmaður umsóknar þeirra um aðild að Nató. Biden mun heimsækja Bretland á sunnudaginn og ferðast þaðan á ráðstefnuna í Vilníus, þaðan sem hann mun svo fara í opinbera heimsókn til nýjasta aðildarríkisins, Finnlands. Eins og kunnugt er sóttu bæði Finnland og Svíþjóð um aðild að bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Finnar hafa þegar verið teknir inn en aðild Svía mætir enn andspyrnu, séstaklega í Tyrklandi, þar sem stjórnvöld hafa gert alvarlegar athugasemdir við afstöðu Svía gagnvart Kúrdum. Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Biden, vildi ekki svara því í gær hvort Biden hygðist eiga samtal við leiðtoga Tyrklands og Ungverjalands fyrir fundinn í Vilníus til. Hún sagði forsetann hins vegar staðfastan í stuðningi sínum við umsókn Svía. Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði á þriðjudag að Tyrkir myndu aldrei láta undan tímapressu þegar hann var spurður um mögulega inngöngu Svía í Vilníus í næstu viku.
Svíþjóð Bandaríkin Tyrkland NATO Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira