Karl III krýndur konungur Skotlands Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 19:20 Hefð athafnarinnar má rekja allt til 1633 þegar Karl I Englandskonungur var einnig krýndur konungur Skotlands. Hann var síðan hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni 1653. Karl III hélt hins vegar höfði við athöfnina í dag. AP/Samir Hussein Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands. Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42