- Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.
Það mun koma til þín á hraða ljóssins hugmyndir hvernig þú getur breytt þessu. Það munu leita til þín lausnir á ótrúlegustu hlutum og þú finnur kraftinn og gleðina streyma inn. Þegar að þú finnur þetta þá færðu máttinn til að gera miklu meira. Ef þú hefur stólað á aðra eða einhvern annan til að bjarga þessu og hinu og redda lífinu fyrir þig þá flýgur sú perósa með þig á bakinu og þá færð þú ekki þá vængi sem að þú þarft til að svífa um.
Stefnan er, gerðu hlutina sjálfur ekki bíða eftir öðrum þá tekur þú Íslandsmetið í langhlaupi. Þú sýnir öðrum mikla þolinmæði en átt eftir að lenda í því að það er verið að ýta í þig og reyna að stýra þér og stjórna þér og þar birtist óþolinmæðin, hjá þeirri persónu. Ef þú sýnir þessu þína einskæru þolinmæði þá færðu það sem þú villt. Í öllum þessum sterku tilfinningum verður sál þín og líkami alveg endurnærð. Ímyndunaraflið nær að njóta sín enda er það frjótt og þú ert skapandi.
Það er heppni í ástum hjá þér og líka í orðum, þú munt sýna að þú ert daðrari af guðs náð, hvort sem að þú sért að daðra þig áfram í skólanum, vinnunni eða við þann sem þú elskar.
Þú tekur þér tak og ræktar líkamann vel, þú elskar allar áskoranir sem að þú setur sjálfum þér. Í kringum um 17. júlí þegar nýtt tungl er í krabba merkinu þá finnur þú fyrir breytingum og þá opnast einhverjar nýjar dyr meðan aðrar lokast. Sem stundum er bara gott.
Knús og kossar
Sigga Kling

- Ingvar E. Sigurðsson, leikari, 22. nóvember
- Brendan Fraser, leikari, 3. desember
- Nicki Minaj, rappari, 8. desember
- Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), grínisti, 9. desember
- Taylor Swift, söngkona, 13. desember
- Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi, 14. desember
- Brad Pitt, leikari, 18. desember