Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2023 12:10 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00