Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Matthías Arngrímsson skrifar 5. júlí 2023 12:00 Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Skipulag Matthías Arngrímsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun