Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2023 14:01 Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti húsið eftir að skuldir af fasteignatengdum gjöldum höfðu safnast upp hefur vakið mikla athygli. Jakub er öryrki og keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk í kjölfar alvarlegra læknamistaka. Einbýlið var selt á þrjár milljónir króna en er metið á 57 milljónir króna. Upphaflega stóð til að Jakub og fjölskylda hans yrði borin út úr húsinu þann 30. júní en þeim aðgerðum var nýlega frestað um rúman mánuð í samráði við nýjan eigenda. „Það hafa nokkrir haft samband við mig og óskað eftir að borga þessar þrjár milljónir,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs en RÚV greindi fyrst frá. Þrír til fjórir einstaklingar hafi persónulega haft samband og hugsanlega fleiri lofað fjármagni í yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Þá hafi aðrir einnig boðist til að aðstoða fjölskylduna með öðrum hætti. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið gott við fólk sem það þekkir ekki.“ Heildarkostnaður allt að sjö milljónir Friðjón segir að hann hafi sett sig í samband við lögmann kaupanda hússins vegna þessa en lítið hafi verið um viðbrögð. „Við höfum ekki fengið nein svör. Við höfum komið þeim upplýsingum á framfæri að við viljum skoða málin með kaupendunum en það er bara þar enn þá.“ Hann telur að heildarkostnaður kaupandans liggi á bilinu sex til sjö milljónir þar sem hann hafi til að mynda einnig greitt skuldir vegna fasteignagjalda, trygginga, vatnsveitu. Í ljósi þess að fleiri en einn einstaklingur hefur boðið fram þrjár milljónir króna telur Friðjón að hægt yrði að ná saman heildarupphæðinni ef málið nær einhverjum farvegi. „Við viljum bara ná sambandi og sjá hvort það sé einhver möguleiki að fá húsið aftur.“ Vildi ekki draga söluna til baka Fram hefur komið að kaupandinn sé útgerðarstjóri í Sandgerði en þegar fréttastofa ræddi við hann fyrir viku hygðist hann ekki draga kaupin til baka þrátt fyrir mikla umræðu og gagnrýni. Framganga sýslumanns í málinu hefur verið gagnrýnd og kallað eftir því að bæjaryfirvöldum sé gert viðvart þegar erfið mál af þessu tagi komi upp svo hægt sé að bregðast fyrr við. Friðjón segir bæjarráð nú vera í góðu samtali við sýslumannsembættið. „Við munum vinna saman þegar svona mál koma upp aftur. Það er alveg skýrt og ég hrósa sýslumanninum fyrir að sýna þann samstarfsvilja. Við munum gæta þess að svona geti ekki gerst aftur á okkar vakt.“ Friðjón segist þó engu geta svarað til um það hvað verður um hús Jakubs að svo komnu máli. „Það er bara eitthvað sem við höldum áfram að vinna í og það verður bara að koma í ljós hvað muni gerast.“ Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út í fyrstu vikunni í ágúst. Reykjanesbær Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Húsnæðismál Tengdar fréttir Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 29. júní 2023 10:13 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti húsið eftir að skuldir af fasteignatengdum gjöldum höfðu safnast upp hefur vakið mikla athygli. Jakub er öryrki og keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk í kjölfar alvarlegra læknamistaka. Einbýlið var selt á þrjár milljónir króna en er metið á 57 milljónir króna. Upphaflega stóð til að Jakub og fjölskylda hans yrði borin út úr húsinu þann 30. júní en þeim aðgerðum var nýlega frestað um rúman mánuð í samráði við nýjan eigenda. „Það hafa nokkrir haft samband við mig og óskað eftir að borga þessar þrjár milljónir,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs en RÚV greindi fyrst frá. Þrír til fjórir einstaklingar hafi persónulega haft samband og hugsanlega fleiri lofað fjármagni í yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Þá hafi aðrir einnig boðist til að aðstoða fjölskylduna með öðrum hætti. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið gott við fólk sem það þekkir ekki.“ Heildarkostnaður allt að sjö milljónir Friðjón segir að hann hafi sett sig í samband við lögmann kaupanda hússins vegna þessa en lítið hafi verið um viðbrögð. „Við höfum ekki fengið nein svör. Við höfum komið þeim upplýsingum á framfæri að við viljum skoða málin með kaupendunum en það er bara þar enn þá.“ Hann telur að heildarkostnaður kaupandans liggi á bilinu sex til sjö milljónir þar sem hann hafi til að mynda einnig greitt skuldir vegna fasteignagjalda, trygginga, vatnsveitu. Í ljósi þess að fleiri en einn einstaklingur hefur boðið fram þrjár milljónir króna telur Friðjón að hægt yrði að ná saman heildarupphæðinni ef málið nær einhverjum farvegi. „Við viljum bara ná sambandi og sjá hvort það sé einhver möguleiki að fá húsið aftur.“ Vildi ekki draga söluna til baka Fram hefur komið að kaupandinn sé útgerðarstjóri í Sandgerði en þegar fréttastofa ræddi við hann fyrir viku hygðist hann ekki draga kaupin til baka þrátt fyrir mikla umræðu og gagnrýni. Framganga sýslumanns í málinu hefur verið gagnrýnd og kallað eftir því að bæjaryfirvöldum sé gert viðvart þegar erfið mál af þessu tagi komi upp svo hægt sé að bregðast fyrr við. Friðjón segir bæjarráð nú vera í góðu samtali við sýslumannsembættið. „Við munum vinna saman þegar svona mál koma upp aftur. Það er alveg skýrt og ég hrósa sýslumanninum fyrir að sýna þann samstarfsvilja. Við munum gæta þess að svona geti ekki gerst aftur á okkar vakt.“ Friðjón segist þó engu geta svarað til um það hvað verður um hús Jakubs að svo komnu máli. „Það er bara eitthvað sem við höldum áfram að vinna í og það verður bara að koma í ljós hvað muni gerast.“ Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út í fyrstu vikunni í ágúst.
Reykjanesbær Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Húsnæðismál Tengdar fréttir Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 29. júní 2023 10:13 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 29. júní 2023 10:13
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12