Evrópska handknattleikssambandið birti myndband af tíu flottustu vörslum síðasta tímabils á Twitter í gær. Varsla Viktors Gísla í leik Nantes og Kiel var í 1. sæti.
Patrik Wiencek, línumaður Kiel, reyndi þá að vippa yfir Viktor Gísla en landsliðsmarkvörðurinn sá við honum og blakaði boltanum í burtu.
Tíu bestu vörslur síðasta tímabils í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan.
| / #ehfcl
— EHF Champions League (@ehfcl) July 4, 2023
Viktor HALLGRÍMSSON | @HBCNantes
Andreas PALICKA | @psghand
Andreas WOLFF | @kielcehandball pic.twitter.com/AvPVrR0gSy
Nantes komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Wisla Plock eftir vítakastkeppni. Nantes endaði í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en varð bikarmeistari.
Viktor Gísli gekk í raðir Nantes frá GOG fyrir síðasta tímabil.