Fjársvikamál milli landsliðsmanna hefur vakið mikla athygli í Frakklandi en bæði L'Equipe og RMC Sport segja frá þessu.
Julia Simon er ríkjandi heimsbikarmeistari í skíðaskotfimi frá því á 2022-23 tímabilinu þar sem hún vann heimsbikarinn í samanlögðu sem og í tveimur af fjórum greinum skíðaskotfiminnar.
Simon er sökuð um að stela pening af Ólympíumeistaranum Justine Braisaz-Bouchet en hin síðarnefnda vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking.
Julia Simon visée par deux plaintes pour fraude à la carte bancaire chez les Bleues
— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2023
Selon nos informations, la vainqueur du gros globe de cristal est visée par deux plaintes pour fraude à la carte bancaire, dont celle de Justine Braisaz-Bouchet. https://t.co/68NYNOyIFx pic.twitter.com/OeWZm4Xeeq
Simon á að hafa tekið kreditkort liðsfélaga síns og keypt vörur á netinu fyrir á bilinu þúsund til tvö þúsund evrur sem jafngildir um 150 til 300 þúsund krónur íslenskar.
Þetta á að hafa gerst þegar þær tóku þátt í Blinkfestivalen í Sandnes í Noregi í ágúst á síðasta ári. Simon heldur fram sakleysi sínu og lögfræðingur hennar segir að hún muni berjast fyrir réttlæti og að sannleikurinn komi fram.
Franska skíðaskotfimisambandið tók málið fyrir 1. júní en þar var ákveðið að bíða þar til kæmu fram niðurstöður úr rannsókn lögreglunnar.
Simon er aftur á móti ekki með í æfingabúðum franska landsliðsins og eru ástæðurnar sagðar vera persónulegar.
Julia Simon nekar till alla anklagelser https://t.co/GTvfqj6AHE
— SportExpressen (@SportExpressen) July 5, 2023