„Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag” Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2023 21:26 Ívar Örn var sáttur eftir leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Ívar Örn Árnason leikmaður KA var himinlifandi eftir að KA tryggði sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta skipti í 19 ár. KA vann sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti