„Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag” Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2023 21:26 Ívar Örn var sáttur eftir leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Ívar Örn Árnason leikmaður KA var himinlifandi eftir að KA tryggði sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta skipti í 19 ár. KA vann sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn