Engin hætta á að stelpurnar okkar spili í Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 16:00 Íslenska landsilðið er komið inn á HM 2023 og á góða möguleika á að fara inn á EM 2024. Vitað er hvar þau mót fara fram en ekki hvar EM 2026 verður. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið af allan vafa um það að lokakeppni Evrópumótsins í handbolta 2026 muni ekki fara fram í Rússlandi. Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF. Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira