Breska götublaðið The Sun greinir frá því að vegalengdir hafi reynst parinu um megn. Ron býr í Manchester borg í norðurhluta Englands en Lana skammt frá London. Parið skaust upp á alþjóðlegan stjörnuhiminn þegar þau kynntust við tökur á þáttunum í Suður-Afríku í janúar.
Þar lenti parið að lokum í þriðja sæti en áhorfendur höfðu haft litla trú á þeim þar sem Ron var afar hrifinn af því að líta í kringum sig. Breska götublaðið hefur eftir ónefndum heimildarmanni sem sagður er náinn stjörnunum að parið skilji í sátt.
Þau eru ekki fyrsta parið úr raunveruleikaþáttunum til þess að slíta sambandi sínu en Ekin-Su Cülcüloğlu og Davide Sanclimenti hættu saman í lok júní. Parið var eitt vinsælasta Love Island par í heimi og því fóru tíðindin eins og eldur í sinu um netheima. Þau voru þó töluvert lengur saman en þau Ron og Lana, eða ellefu mánuði.
Það er þó alls ekki algilt að pör endist ekki sem kynnist í þáttunum vinslælu. Dami Hope og Indiyah Polack sem kynntust í áttundu seríu þáttanna eru enn saman og sóttu landið heim í nóvember síðastliðnum. Þá eiga Molly Mae Hague og Tom Fury barn saman og virðast aldrei hafa verið hamingjusamari.