Nítján ára bið gæti lokið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 14:01 KA-menn er eflaust farið að lengja eftir bikarúrslitaleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA og Breiðablik mætast í dag í fyrri undanúrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á Greifavellinum á Akureyri. Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn