Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 18:03 Þorvaldur segir landrisið geta bent til þess að Reykjanesskaginn sé eitt eldstöðvakerfi en ekki nokkur eins og áður hefur verið talið. Vísir/Arnar Halldórsson Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira