Innlent

Fjórir hand­teknir fyrir að dvelja ó­lög­lega á landinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alls voru 39 mál skráð í kerfi lögreglunnar í nótt.
Alls voru 39 mál skráð í kerfi lögreglunnar í nótt. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra einstaklinga í gærkvöldi eða nótt sem grunaðir eru um að hafa verið ólöglega hér á landi. Voru þeir vistaðir í fangageymslum.

Þá var einn handtekinn í Kópavogi í tengslum við líkamsárás.

Einum var vísað á brott á hóteli í miðborginni en sá var ölvaður og hafði verið til vandræða. Þá var öðrum ölvuðum manni vísað út úr verslun í póstnúmerinu 105.

Alls voru 39 mál skráð í kerfi lögreglunnar á vaktinni og fimm gistu fangageymslur í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×