Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Íris Hauksdóttir skrifar 4. júlí 2023 07:01 Katrín Edda og Markus ganga í hjónaband síðar í mánuðinum. aðsend Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. Katrín Edda er menntaður verkfræðingur og gegnir starfi hjá tæknirisanum Bosch. Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins en hún er með opinn reikning þar sem ríflega 30.000 fylgjast daglegs með hennar hversdagslegu venjum. Katrín segir sinn heittelskaða þægilegan við undirbúning brúðkaupsins þar sem honum finnist allt flott sem hún ákveður.aðsend Spurð hvernig undirbúningurinn gangi segir Katrín allt sé að smella. „Það eru bara nokkrir smáhlutir eftir til að klára núna á næstu vikum. Hann Markus minn er þýskur og hefur lítið um málið að segja, í hvaða kirkju athöfnin verði eða hvar veisluna skuli halda. Ég sé svolítið um þetta sjálf. Hann hefur enga sérstaka skoðun á skrauti og finnst allt sem ég vel flott hvort sem er. Með öðrum orðum erum við sammála um allt.“ En komandi frá sitt hvoru landinu, eru einhverjar hefðir sem stangast á? „Það eru engar stífar þýskar hefðir svo ég viti til en okkar brúðkaup verður mjög klassískt á íslenskan mælikvarða. Þýsku gestirnir sem koma hingað til lands eru samtals tólf að ógleymdum fjórum frá Svíþjóð svo í heildina verður þetta eftir hefðbundnu sniði.“ Falleg fjölskylda, Katrín segir fæðingu dótturinnar hafi seinkað brúðkaupsplönum en nú sé allt að smella.aðsend Saman á parið dótturina Elísu Eyþóru, sjö mánaða. Katrín segir ömmuna og afann verða í pössunarhlutverkinu yfir brúðkaupsnóttina. Hún segir fæðingu dóttur sinnar aðeins hafa seinkað brúðarkjólaplönum. „Ég gat ekki byrjað að skoða kjól fyrr en núna í janúar þar sem ég fæddi stelpuna mína í desember en ég var svo heppin að í annarri búðinni sem ég prófaði kjóla fann ég fullkomna kjólinn og er ótrúlega spennt að klæðast honum.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar.aðsend Þegar talið berst að matseðlinum segir Katrín það ekki hafa verið neitt flækjustig. „Það verður sjávarréttasúpa í forrétt og svo lamb í aðalrétt fyrir alla nema þá sem ekki borða kjöt, eins og mig. Þá er í boði lax eða vegan Wellington. Í eftirrétt er svo geggjuð brúðkaupsterta og eftirréttaplatti í boði Sætra Synda og nammibar í boði Nóa Siríus og Panda. Á miðnætti kemur Castello með pizzur fyrir alla. Það ætti að minnsta kosti enginn að verða svangur eftir þetta brúðkaup.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar. Elísa Eyþóra, sjö mánaða nýtur lífsins í sólinni með móður sinni.aðsend Dóttirin með í brúðkaupsferðina Spurð hvort verðandi hjón séu farin að skipuleggja brúðkaupsferð segir Katrín að þeirra fyrsta val hafi verið að fara frekar í klassíska Mallorca ferð nú í september og taka litlu dótturina með. Hótelið verði þó fimm stjörnu til að gera upplifunina aðeins sérstakari. „Það er nægur tími til að fara seinna eitthvert lengra bara tvö.“ Ástin og lífið Brúðkaup Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21 Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Katrín Edda er menntaður verkfræðingur og gegnir starfi hjá tæknirisanum Bosch. Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins en hún er með opinn reikning þar sem ríflega 30.000 fylgjast daglegs með hennar hversdagslegu venjum. Katrín segir sinn heittelskaða þægilegan við undirbúning brúðkaupsins þar sem honum finnist allt flott sem hún ákveður.aðsend Spurð hvernig undirbúningurinn gangi segir Katrín allt sé að smella. „Það eru bara nokkrir smáhlutir eftir til að klára núna á næstu vikum. Hann Markus minn er þýskur og hefur lítið um málið að segja, í hvaða kirkju athöfnin verði eða hvar veisluna skuli halda. Ég sé svolítið um þetta sjálf. Hann hefur enga sérstaka skoðun á skrauti og finnst allt sem ég vel flott hvort sem er. Með öðrum orðum erum við sammála um allt.“ En komandi frá sitt hvoru landinu, eru einhverjar hefðir sem stangast á? „Það eru engar stífar þýskar hefðir svo ég viti til en okkar brúðkaup verður mjög klassískt á íslenskan mælikvarða. Þýsku gestirnir sem koma hingað til lands eru samtals tólf að ógleymdum fjórum frá Svíþjóð svo í heildina verður þetta eftir hefðbundnu sniði.“ Falleg fjölskylda, Katrín segir fæðingu dótturinnar hafi seinkað brúðkaupsplönum en nú sé allt að smella.aðsend Saman á parið dótturina Elísu Eyþóru, sjö mánaða. Katrín segir ömmuna og afann verða í pössunarhlutverkinu yfir brúðkaupsnóttina. Hún segir fæðingu dóttur sinnar aðeins hafa seinkað brúðarkjólaplönum. „Ég gat ekki byrjað að skoða kjól fyrr en núna í janúar þar sem ég fæddi stelpuna mína í desember en ég var svo heppin að í annarri búðinni sem ég prófaði kjóla fann ég fullkomna kjólinn og er ótrúlega spennt að klæðast honum.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar.aðsend Þegar talið berst að matseðlinum segir Katrín það ekki hafa verið neitt flækjustig. „Það verður sjávarréttasúpa í forrétt og svo lamb í aðalrétt fyrir alla nema þá sem ekki borða kjöt, eins og mig. Þá er í boði lax eða vegan Wellington. Í eftirrétt er svo geggjuð brúðkaupsterta og eftirréttaplatti í boði Sætra Synda og nammibar í boði Nóa Siríus og Panda. Á miðnætti kemur Castello með pizzur fyrir alla. Það ætti að minnsta kosti enginn að verða svangur eftir þetta brúðkaup.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar. Elísa Eyþóra, sjö mánaða nýtur lífsins í sólinni með móður sinni.aðsend Dóttirin með í brúðkaupsferðina Spurð hvort verðandi hjón séu farin að skipuleggja brúðkaupsferð segir Katrín að þeirra fyrsta val hafi verið að fara frekar í klassíska Mallorca ferð nú í september og taka litlu dótturina með. Hótelið verði þó fimm stjörnu til að gera upplifunina aðeins sérstakari. „Það er nægur tími til að fara seinna eitthvert lengra bara tvö.“
Ástin og lífið Brúðkaup Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21 Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30
Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21
Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30