Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Íris Hauksdóttir skrifar 4. júlí 2023 07:01 Katrín Edda og Markus ganga í hjónaband síðar í mánuðinum. aðsend Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. Katrín Edda er menntaður verkfræðingur og gegnir starfi hjá tæknirisanum Bosch. Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins en hún er með opinn reikning þar sem ríflega 30.000 fylgjast daglegs með hennar hversdagslegu venjum. Katrín segir sinn heittelskaða þægilegan við undirbúning brúðkaupsins þar sem honum finnist allt flott sem hún ákveður.aðsend Spurð hvernig undirbúningurinn gangi segir Katrín allt sé að smella. „Það eru bara nokkrir smáhlutir eftir til að klára núna á næstu vikum. Hann Markus minn er þýskur og hefur lítið um málið að segja, í hvaða kirkju athöfnin verði eða hvar veisluna skuli halda. Ég sé svolítið um þetta sjálf. Hann hefur enga sérstaka skoðun á skrauti og finnst allt sem ég vel flott hvort sem er. Með öðrum orðum erum við sammála um allt.“ En komandi frá sitt hvoru landinu, eru einhverjar hefðir sem stangast á? „Það eru engar stífar þýskar hefðir svo ég viti til en okkar brúðkaup verður mjög klassískt á íslenskan mælikvarða. Þýsku gestirnir sem koma hingað til lands eru samtals tólf að ógleymdum fjórum frá Svíþjóð svo í heildina verður þetta eftir hefðbundnu sniði.“ Falleg fjölskylda, Katrín segir fæðingu dótturinnar hafi seinkað brúðkaupsplönum en nú sé allt að smella.aðsend Saman á parið dótturina Elísu Eyþóru, sjö mánaða. Katrín segir ömmuna og afann verða í pössunarhlutverkinu yfir brúðkaupsnóttina. Hún segir fæðingu dóttur sinnar aðeins hafa seinkað brúðarkjólaplönum. „Ég gat ekki byrjað að skoða kjól fyrr en núna í janúar þar sem ég fæddi stelpuna mína í desember en ég var svo heppin að í annarri búðinni sem ég prófaði kjóla fann ég fullkomna kjólinn og er ótrúlega spennt að klæðast honum.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar.aðsend Þegar talið berst að matseðlinum segir Katrín það ekki hafa verið neitt flækjustig. „Það verður sjávarréttasúpa í forrétt og svo lamb í aðalrétt fyrir alla nema þá sem ekki borða kjöt, eins og mig. Þá er í boði lax eða vegan Wellington. Í eftirrétt er svo geggjuð brúðkaupsterta og eftirréttaplatti í boði Sætra Synda og nammibar í boði Nóa Siríus og Panda. Á miðnætti kemur Castello með pizzur fyrir alla. Það ætti að minnsta kosti enginn að verða svangur eftir þetta brúðkaup.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar. Elísa Eyþóra, sjö mánaða nýtur lífsins í sólinni með móður sinni.aðsend Dóttirin með í brúðkaupsferðina Spurð hvort verðandi hjón séu farin að skipuleggja brúðkaupsferð segir Katrín að þeirra fyrsta val hafi verið að fara frekar í klassíska Mallorca ferð nú í september og taka litlu dótturina með. Hótelið verði þó fimm stjörnu til að gera upplifunina aðeins sérstakari. „Það er nægur tími til að fara seinna eitthvert lengra bara tvö.“ Ástin og lífið Brúðkaup Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21 Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30 Mest lesið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Katrín Edda er menntaður verkfræðingur og gegnir starfi hjá tæknirisanum Bosch. Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins en hún er með opinn reikning þar sem ríflega 30.000 fylgjast daglegs með hennar hversdagslegu venjum. Katrín segir sinn heittelskaða þægilegan við undirbúning brúðkaupsins þar sem honum finnist allt flott sem hún ákveður.aðsend Spurð hvernig undirbúningurinn gangi segir Katrín allt sé að smella. „Það eru bara nokkrir smáhlutir eftir til að klára núna á næstu vikum. Hann Markus minn er þýskur og hefur lítið um málið að segja, í hvaða kirkju athöfnin verði eða hvar veisluna skuli halda. Ég sé svolítið um þetta sjálf. Hann hefur enga sérstaka skoðun á skrauti og finnst allt sem ég vel flott hvort sem er. Með öðrum orðum erum við sammála um allt.“ En komandi frá sitt hvoru landinu, eru einhverjar hefðir sem stangast á? „Það eru engar stífar þýskar hefðir svo ég viti til en okkar brúðkaup verður mjög klassískt á íslenskan mælikvarða. Þýsku gestirnir sem koma hingað til lands eru samtals tólf að ógleymdum fjórum frá Svíþjóð svo í heildina verður þetta eftir hefðbundnu sniði.“ Falleg fjölskylda, Katrín segir fæðingu dótturinnar hafi seinkað brúðkaupsplönum en nú sé allt að smella.aðsend Saman á parið dótturina Elísu Eyþóru, sjö mánaða. Katrín segir ömmuna og afann verða í pössunarhlutverkinu yfir brúðkaupsnóttina. Hún segir fæðingu dóttur sinnar aðeins hafa seinkað brúðarkjólaplönum. „Ég gat ekki byrjað að skoða kjól fyrr en núna í janúar þar sem ég fæddi stelpuna mína í desember en ég var svo heppin að í annarri búðinni sem ég prófaði kjóla fann ég fullkomna kjólinn og er ótrúlega spennt að klæðast honum.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar.aðsend Þegar talið berst að matseðlinum segir Katrín það ekki hafa verið neitt flækjustig. „Það verður sjávarréttasúpa í forrétt og svo lamb í aðalrétt fyrir alla nema þá sem ekki borða kjöt, eins og mig. Þá er í boði lax eða vegan Wellington. Í eftirrétt er svo geggjuð brúðkaupsterta og eftirréttaplatti í boði Sætra Synda og nammibar í boði Nóa Siríus og Panda. Á miðnætti kemur Castello með pizzur fyrir alla. Það ætti að minnsta kosti enginn að verða svangur eftir þetta brúðkaup.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar. Elísa Eyþóra, sjö mánaða nýtur lífsins í sólinni með móður sinni.aðsend Dóttirin með í brúðkaupsferðina Spurð hvort verðandi hjón séu farin að skipuleggja brúðkaupsferð segir Katrín að þeirra fyrsta val hafi verið að fara frekar í klassíska Mallorca ferð nú í september og taka litlu dótturina með. Hótelið verði þó fimm stjörnu til að gera upplifunina aðeins sérstakari. „Það er nægur tími til að fara seinna eitthvert lengra bara tvö.“
Ástin og lífið Brúðkaup Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21 Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30 Mest lesið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30
Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21
Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30