Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Marín Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2023 10:01 Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Verndarveitingar til fólks af öðrum þjóðernum hafa nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár og því mikilvægt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Umræðan síðustu vikur ýtir undir hræðslu og tortryggni um að íslenskt samfélag ráði ekki við að taka á móti þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja heimaríki sín og leita hér verndar. Horft er til þess kostnaðar sem hlýst af því að veita fólki lögboðna þjónustu fyrst eftir að það kemur til landsins, en ekki til þess ávinnings sem samfélagið hlýtur ef vel er staðið að móttöku flóttafólks og inngildingu þeirra í samfélaginu. Vissulega er kostnaður sem fylgir því að vanda vel til verka. En þegar vel tekst til er ávinningurinn mikill og allir græða, flóttafólk sem og íslenskt samfélag. Innviðir landsins og þolmörk þeirra eru mannanna verk. Ákvörðun um að fjárfesta í móttöku fólks á flótta og styrkja þannig innviði samfélagsins er því langtímafjárfesting sem lítið og vel efnað land hefur alþjóðlega skyldu til taka og þarf að sinna vel. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem fengu vernd á síðasta ári voru 3.455 talsins, en á sama tíma fluttu hingað til lands alls u.þ.b. 17 þúsund erlendir ríkisborgarar og 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu landið. Það er því einföldun á málinu að halda því fram að minnsti hópurinn sé sá hópur sem ber alfarið ábyrgð á því að innviði landsins hafi sprungið. Höfundur er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Verndarveitingar til fólks af öðrum þjóðernum hafa nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár og því mikilvægt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Umræðan síðustu vikur ýtir undir hræðslu og tortryggni um að íslenskt samfélag ráði ekki við að taka á móti þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja heimaríki sín og leita hér verndar. Horft er til þess kostnaðar sem hlýst af því að veita fólki lögboðna þjónustu fyrst eftir að það kemur til landsins, en ekki til þess ávinnings sem samfélagið hlýtur ef vel er staðið að móttöku flóttafólks og inngildingu þeirra í samfélaginu. Vissulega er kostnaður sem fylgir því að vanda vel til verka. En þegar vel tekst til er ávinningurinn mikill og allir græða, flóttafólk sem og íslenskt samfélag. Innviðir landsins og þolmörk þeirra eru mannanna verk. Ákvörðun um að fjárfesta í móttöku fólks á flótta og styrkja þannig innviði samfélagsins er því langtímafjárfesting sem lítið og vel efnað land hefur alþjóðlega skyldu til taka og þarf að sinna vel. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem fengu vernd á síðasta ári voru 3.455 talsins, en á sama tíma fluttu hingað til lands alls u.þ.b. 17 þúsund erlendir ríkisborgarar og 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu landið. Það er því einföldun á málinu að halda því fram að minnsti hópurinn sé sá hópur sem ber alfarið ábyrgð á því að innviði landsins hafi sprungið. Höfundur er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun