„Vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:50 Arnór Atlason vonar innilega að íslenska U-21 árs landsliðið vinni til verðlauna á HM í handbolta. getty/Christof Koepsel Arnór Atlason hefur hrifist af frammistöðu íslenska landsliðsins á HM U-21 árs í handbolta karla og telur möguleikana í leiknum um bronsið í dag góða. Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“ Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni