Arnór skilur sáttur við Danina: „Mikill munur á að lenda í fimmta sæti eða því áttunda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:28 Arnór Atlason stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn í dag. vísir/getty Arnór Atlason var ánægður með að dönsku strákarnir hans hefðu tryggt sér 5. sætið á HM U-21 árs liða með sigri á Portúgal, 30-25, í dag. Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira