Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum er Miami Heat og Brooklyn Nets líklegustu liðin til að klófesta stórstjörnuna.
LA Clippers, Philadelphia 76ers og San Antonio Spurs eru einnig nefnd til sögunnar í þessu samhengi.
David Aldridge, blaðamaður The Athletic, segir Lillard einungis vilja fara til Miami Heat.
Damian Lillard's focus is solely on the Miami Heat, per source. No other suitors at the moment.
— David Aldridge (@davidaldridgedc) July 1, 2023
Ástæða þess að Lillard vill fara frá Blazers er talin vera sú að liðið hafi ekki styrkt leikmannahópinn nægilega að undanförnu.
Á ferli sínum hefur hann einungis spilað með Blazers og er stigahæstur í sögu félagsins.