Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 30. júní 2023 19:53 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Grímur M. Jónasson, framkvæmdastjóri VSÓ og Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Vesturbugtar skrifuðu undir samninginn í maí 2017. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að samningurinn um uppbyggingu á tveimur lóðum í Vesturbugt hafi verið undirritaður eftir forval og keppnisviðræður og á grundvelli tilboðs félagsins árið 2017. Í samningnum hafi fyrst og fremst falist að Reykjavíkurborg seldi félaginu byggingarrétt á lóðunum Hlésgötu 1 og Hlésgötu 2, þar sem heimilað var í samræmi við deiliskipulag að byggja allt að 18.400 fermetra húsnæði ofanjarðar auk bílakjallara og geymslna. Miðað hafi verið við að íbúðir yrðu allt að 176 og atvinnuhúsnæði um 1.665 fermetrar. Mikill fjöldi íbúða átti að rísa á besta stað í bænum.Reykjavíkurborg Vesturbugt ehf. hafi í tilboði sínu boðist til þess að greiða fyrir lóðirnar og byggingarréttinn með því að afhenda Reykjavíkurborg kvaðalaust um 74 íbúðir í húsunum og 170 bílastæði í bílakjallara. Réðst aldrei í framkvæmdir „Félagið hefur ekki hafið framkvæmdir, og allir umsamdir frestir Vesturbugtar ehf. til að byggja á lóðunum liðnir. Vegna þessara vanefnda hefur Reykjavíkurborg því rift samningnum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu á lóðunum og afturkallað úthlutun til félagsins á lóðinni Hlésgötu 1. Nú er í undirbúningi lítilsháttar endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Vesturbugt. Reykjavíkurborg áformar að lóðirnar verði boðnar út að nýju í haust,“ segir í tilkynningu. Reykjavíkurborg hefur áður hótað að rifta samningnum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra. Vesturbugt ehf. mótmælir Fyrir skömmu birti fasteignafélagið Kaldalón hf., en dótturfélag þess er langstærsti hluthafi Vesturbugtar ehf., tilkynningu til kauphallar um að samningnum hefði verið rift. Í henni segir að Vesturbugt ehf. telji riftun Reykjavíkurborgar ekki lögmæta, meðal annars þar sem deiliskipulag fyrir Vesturbugt, sem sé nauðsynlegur undanfari framkvæmda, hafi ekki enn verið staðfest. Þá hafi Reykjavíkurborg einnig gert kröfur um tryggingar, sem geri viðskiptabönkum ókleift að fjármagna verkefnið. Þannig séu í raun brostnar forsendur fyrir verkefninu. Riftun Reykjavíkurborgar á samningi um Vesturbugt muni þó hafa engin eða óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Kaldalóns hf. Segir fullyrðingarnar fyrirslátt Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar fullyrðingar vera fyrirslátt hjá Kaldalóni ehf., í samtali við fréttastofu. „Riftunin er fullkomlega eðlileg miðað við forsögu málsins. Borgin mun bjóða þessar frábæru lóðir aftur út í haust,“ segir borgarstjóri. Hann segir að samþykkt hafi verið endanlega á fundi borgarráðs á fimmtudag í síðustu viku að rifta samningi borgarinnar við Vesturbugt ehf. vegna vanefnda félagsins. Viðræður og umleitanir við félagið á undanförnum árum hefðu engu skilað. „Félagið hefur ekki hafið framkvæmdir og allir umsamdir frestir Vesturbugtar ehf. til að byggja á lóðinni eru liðnir,“ segir borgarstjóri. Þá segir Dagur að bílastæðin 170, sem Vesturbugt ehf. hafi lofað að afhenda borginni hafi átt að vera almenn stæði fyrir íbúa borgarinnar og að borgin teldi eðlilegt að lagðar væru fram tryggingar fyrir því að borgin fái það sem um var samið. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Lækka hæð húsa í Vesturbugt "Við lærðum af mistökunum Skuggahverfis.“ Þetta segir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 21. nóvember 2013 19:48 Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. 22. september 2013 21:10 Íbúðir við gömlu höfnina í sjónmáli Borgarráð samþykkti í gær kaup á lóðum á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði af Faxaflóahöfnum fyrir 528 milljónir króna. 14. september 2012 07:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að samningurinn um uppbyggingu á tveimur lóðum í Vesturbugt hafi verið undirritaður eftir forval og keppnisviðræður og á grundvelli tilboðs félagsins árið 2017. Í samningnum hafi fyrst og fremst falist að Reykjavíkurborg seldi félaginu byggingarrétt á lóðunum Hlésgötu 1 og Hlésgötu 2, þar sem heimilað var í samræmi við deiliskipulag að byggja allt að 18.400 fermetra húsnæði ofanjarðar auk bílakjallara og geymslna. Miðað hafi verið við að íbúðir yrðu allt að 176 og atvinnuhúsnæði um 1.665 fermetrar. Mikill fjöldi íbúða átti að rísa á besta stað í bænum.Reykjavíkurborg Vesturbugt ehf. hafi í tilboði sínu boðist til þess að greiða fyrir lóðirnar og byggingarréttinn með því að afhenda Reykjavíkurborg kvaðalaust um 74 íbúðir í húsunum og 170 bílastæði í bílakjallara. Réðst aldrei í framkvæmdir „Félagið hefur ekki hafið framkvæmdir, og allir umsamdir frestir Vesturbugtar ehf. til að byggja á lóðunum liðnir. Vegna þessara vanefnda hefur Reykjavíkurborg því rift samningnum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu á lóðunum og afturkallað úthlutun til félagsins á lóðinni Hlésgötu 1. Nú er í undirbúningi lítilsháttar endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Vesturbugt. Reykjavíkurborg áformar að lóðirnar verði boðnar út að nýju í haust,“ segir í tilkynningu. Reykjavíkurborg hefur áður hótað að rifta samningnum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra. Vesturbugt ehf. mótmælir Fyrir skömmu birti fasteignafélagið Kaldalón hf., en dótturfélag þess er langstærsti hluthafi Vesturbugtar ehf., tilkynningu til kauphallar um að samningnum hefði verið rift. Í henni segir að Vesturbugt ehf. telji riftun Reykjavíkurborgar ekki lögmæta, meðal annars þar sem deiliskipulag fyrir Vesturbugt, sem sé nauðsynlegur undanfari framkvæmda, hafi ekki enn verið staðfest. Þá hafi Reykjavíkurborg einnig gert kröfur um tryggingar, sem geri viðskiptabönkum ókleift að fjármagna verkefnið. Þannig séu í raun brostnar forsendur fyrir verkefninu. Riftun Reykjavíkurborgar á samningi um Vesturbugt muni þó hafa engin eða óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Kaldalóns hf. Segir fullyrðingarnar fyrirslátt Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar fullyrðingar vera fyrirslátt hjá Kaldalóni ehf., í samtali við fréttastofu. „Riftunin er fullkomlega eðlileg miðað við forsögu málsins. Borgin mun bjóða þessar frábæru lóðir aftur út í haust,“ segir borgarstjóri. Hann segir að samþykkt hafi verið endanlega á fundi borgarráðs á fimmtudag í síðustu viku að rifta samningi borgarinnar við Vesturbugt ehf. vegna vanefnda félagsins. Viðræður og umleitanir við félagið á undanförnum árum hefðu engu skilað. „Félagið hefur ekki hafið framkvæmdir og allir umsamdir frestir Vesturbugtar ehf. til að byggja á lóðinni eru liðnir,“ segir borgarstjóri. Þá segir Dagur að bílastæðin 170, sem Vesturbugt ehf. hafi lofað að afhenda borginni hafi átt að vera almenn stæði fyrir íbúa borgarinnar og að borgin teldi eðlilegt að lagðar væru fram tryggingar fyrir því að borgin fái það sem um var samið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Lækka hæð húsa í Vesturbugt "Við lærðum af mistökunum Skuggahverfis.“ Þetta segir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 21. nóvember 2013 19:48 Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. 22. september 2013 21:10 Íbúðir við gömlu höfnina í sjónmáli Borgarráð samþykkti í gær kaup á lóðum á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði af Faxaflóahöfnum fyrir 528 milljónir króna. 14. september 2012 07:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30
Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20
Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46
Lækka hæð húsa í Vesturbugt "Við lærðum af mistökunum Skuggahverfis.“ Þetta segir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 21. nóvember 2013 19:48
Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. 22. september 2013 21:10
Íbúðir við gömlu höfnina í sjónmáli Borgarráð samþykkti í gær kaup á lóðum á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði af Faxaflóahöfnum fyrir 528 milljónir króna. 14. september 2012 07:30