Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 17:58 Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða. Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira