Áralöngu ferli lokið með samkomulagi eftir nokkurra vikna viðræður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 19:33 Við undirritun samkomulagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina, að loknum snörpum viðræðum. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30