Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 13:58 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. visir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent