Þrjár NBA stjörnur hafa kallað sjö sinnum eftir vistaskiptum frá 2021 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 16:31 Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden ætluðu að mynda ofurlið hjá Brooklyn Nets en spiluðu lítið saman inn á vellinum vegna ýmissa ástæðna. Getty/Jim Davis Vald súperstjarnana í NBA deildinni í körfubolta er mikið og gott dæmi um það er hegðun James Harden, Kyrie Irving og Kevin Durant undanfarin ár Þessir þrír leikmenn eru allir á risasamningum og í hópi bestu leikmanna deildarinnar en þeir hafa jafnframt beðið sjö sinnum um að vera skipt til annars félags á síðustu rúmu tveimur árum. Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden komu saman í Brooklyn Nets til að mynda ofurlið en niðurstaðan af því ævintýri var ekki merkileg enda spiluðu þeir mjög sjaldan saman inn á vellinum. Svo fór að þeir vildu allir komast í burtu. Irving og Durant losnuðu ekki í fyrstu tilraun frá Brooklyn Nets eftir að hafa beðið um vistaskipti í fyrrasumar en þeir fengu síðan að sleppa til Dallas Mavericks og Phoenix Suns í febrúar. Harden hefur einnig verið duglegur að biðja um að vera skipt til annars félags frá því að hann losnaði frá Houston Rockets og komst til Brooklyn Nets. Honum var síðan skipt til Philadelpha 76ers og nú er hann enn einu sinni að biðja um skipti. Kevin Durant virðist vera sáttur hjá Phoenix Suns og er væntanlega ekki á förum þaðan í bráð. Meiri óvissa er í kringum framtíðina hjá þeim Kyrie Irving og James Harden. Irving gæti skrifað undir nýjan langan samning við Dallas Mavericks en nú síðast fréttist af því að hann ætli að funda með Phoenic Suns. Harden er að leita sér að nýju félagi með hjálp 76ers en hann er á samningi hjá Philly á næstu leiktíð þótt að það séu nær engar líkur að hann spili áfram með liðinu. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Þessir þrír leikmenn eru allir á risasamningum og í hópi bestu leikmanna deildarinnar en þeir hafa jafnframt beðið sjö sinnum um að vera skipt til annars félags á síðustu rúmu tveimur árum. Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden komu saman í Brooklyn Nets til að mynda ofurlið en niðurstaðan af því ævintýri var ekki merkileg enda spiluðu þeir mjög sjaldan saman inn á vellinum. Svo fór að þeir vildu allir komast í burtu. Irving og Durant losnuðu ekki í fyrstu tilraun frá Brooklyn Nets eftir að hafa beðið um vistaskipti í fyrrasumar en þeir fengu síðan að sleppa til Dallas Mavericks og Phoenix Suns í febrúar. Harden hefur einnig verið duglegur að biðja um að vera skipt til annars félags frá því að hann losnaði frá Houston Rockets og komst til Brooklyn Nets. Honum var síðan skipt til Philadelpha 76ers og nú er hann enn einu sinni að biðja um skipti. Kevin Durant virðist vera sáttur hjá Phoenix Suns og er væntanlega ekki á förum þaðan í bráð. Meiri óvissa er í kringum framtíðina hjá þeim Kyrie Irving og James Harden. Irving gæti skrifað undir nýjan langan samning við Dallas Mavericks en nú síðast fréttist af því að hann ætli að funda með Phoenic Suns. Harden er að leita sér að nýju félagi með hjálp 76ers en hann er á samningi hjá Philly á næstu leiktíð þótt að það séu nær engar líkur að hann spili áfram með liðinu. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira