Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 11:23 Gera má ráð fyrir að mikið líf og fjör verði á Orkumóti ÍBV næstu daga líkt og sást vel í fyrra. STÖÐ 2 SPORT Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra. Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn. Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn.
Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira