„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 06:46 Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að veikjast af hótelhóstanum. Jóhann Helgi Hlöðversson Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. „Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“ Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira