Dæmdur í ótímabundið fangelsi fyrir morðið á Miu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2023 10:16 Mia Skadhauge Stevn hvarf í febrúar á síðasta ári. Thomas Thomsen hefur verið fundinn sekur um morðið á henni. Hinn 38 ára gamli Thomas Thomsen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári og fyrir tilraun til nauðgunar og ósæmilega meðferð á líki hennar var í dag dæmdur í ótímabundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sérstaklega hættulegir. Í umfjöllun danska miðilsins Jyllandsposten kemur fram að í hópi dómara og kviðdómenda hafi fjórir kosið að Thomas fengi lífstíðarfangelsi, sex hafi kosið ótímabundið fangelsi og tveir að hann hlyti 16 ára fangelsisdóm. Ótímabundin fangelsisvist (d. forvaring) er refsing sem beitt er gegn föngum sem þykja sérstaklega hættulegir og felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar. Slíkir fangar fá frekar aðstoð geðlækna. Danski saksóknarinn Mia Bendix hafði farið fram á að Thomas fengi lífstíðarfangelsi. Sjálfur hefur Thomas ítrekað haldið fram sakleysi sínu en rétturinn taldi skýringar hans á fráfalli Miu ekki halda vatni og meðferð hans á líki hennar, sem hann bútaði í sundur í 231 búta sýna fram á að honum hafi ekki gengið gott til. Þrengdi að öndunarvegi Miu Áður hefur komið fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Eins og áður segir telur rétturinn sannað að Thomas hafi myrt Miu. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Hann hafi gert tilraun til þess og svo þrengt að öndunarvegi hennar með þeim afleiðingum að hún lést. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Í umfjöllun danska miðilsins Jyllandsposten kemur fram að í hópi dómara og kviðdómenda hafi fjórir kosið að Thomas fengi lífstíðarfangelsi, sex hafi kosið ótímabundið fangelsi og tveir að hann hlyti 16 ára fangelsisdóm. Ótímabundin fangelsisvist (d. forvaring) er refsing sem beitt er gegn föngum sem þykja sérstaklega hættulegir og felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar. Slíkir fangar fá frekar aðstoð geðlækna. Danski saksóknarinn Mia Bendix hafði farið fram á að Thomas fengi lífstíðarfangelsi. Sjálfur hefur Thomas ítrekað haldið fram sakleysi sínu en rétturinn taldi skýringar hans á fráfalli Miu ekki halda vatni og meðferð hans á líki hennar, sem hann bútaði í sundur í 231 búta sýna fram á að honum hafi ekki gengið gott til. Þrengdi að öndunarvegi Miu Áður hefur komið fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Eins og áður segir telur rétturinn sannað að Thomas hafi myrt Miu. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Hann hafi gert tilraun til þess og svo þrengt að öndunarvegi hennar með þeim afleiðingum að hún lést. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira