Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 11:49 Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn hjá Thomas. Lögregla í Danmörku Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira