Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ Atli Ísleifsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 28. júní 2023 10:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir vanta umfjöllun um pólitískan aðdraganda Íslandsbankasölunnar. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem brot í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru til umræðu. Þingflokkur Viðreisnar óskaði í gær eftir því að þing yrði kallað saman. Ekki nóg að skoða einhverja „kúreka í verktöku“ Þorbjörg Sigríður sagði það blasi við að rannsóknarnefnd væri hið eðlilega og nauðsynlega skref að taka núna. „Það eru komnar tvær skýrslur nú sem fjalla um framkvæmdina. Um Bankasýsluna sem leiddi til þess að ríkisstjórnin sendi út fréttatilkynningu og lagði Bankasýsluna niður og síðan þessi úttekt hjá fjármálaeftirlitinu sem sýnir mjög alvarleg lögbrot. Það sem vantar er umfjöllun um pólitíska aðdraganda málsins. Það var um þetta fjallað í ráðherranefnd um efnahagsmál. Við vitum að þar var ágreiningur á milli ráðherra um hvaða leið átti að fara. Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum. Það er bara ekki nóg að skoða einhverja kúreka í verktöku við að selja þennan banka og að forsætisráðherra leggi það á borðið að við verðum að hafa hennar orð fyrir því að allur undirbúningur af hálfu fjármálaráðherra hafi verið góður. Það bara dugar ekki til,“ segir Þorbjörg Sigríður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist telja að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Vísir/Vilhelm Ekkert sem bendi til að aðrir ferlar hafi verið í lagi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist einnig styðja þá tillögu að þing komi saman til að ræða brotin í tengslum við söluferlið. „Svo sannanlega. Ég held að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Eins og Þorbjörg sagði hérna þá er einfaldlega ekkert sem hefur komið fram sem gefur okkur ástæðu til þess að ætla að aðrir ferlar hafi verið í lagi. Forsætisráðherra hefur það í hendi sér að kalla saman þing og setja á fót þessa rannsóknarnefnd. Við teljum að þjóðin eigi rétt á því að fá allar upplýsingar um framkvæmd þessarar sölu. Þetta er bara aðeins og mikið sem er búið að koma í ljós,“ segir Arndís Anna. Alþingi Viðreisn Píratar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27. júní 2023 12:11 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem brot í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru til umræðu. Þingflokkur Viðreisnar óskaði í gær eftir því að þing yrði kallað saman. Ekki nóg að skoða einhverja „kúreka í verktöku“ Þorbjörg Sigríður sagði það blasi við að rannsóknarnefnd væri hið eðlilega og nauðsynlega skref að taka núna. „Það eru komnar tvær skýrslur nú sem fjalla um framkvæmdina. Um Bankasýsluna sem leiddi til þess að ríkisstjórnin sendi út fréttatilkynningu og lagði Bankasýsluna niður og síðan þessi úttekt hjá fjármálaeftirlitinu sem sýnir mjög alvarleg lögbrot. Það sem vantar er umfjöllun um pólitíska aðdraganda málsins. Það var um þetta fjallað í ráðherranefnd um efnahagsmál. Við vitum að þar var ágreiningur á milli ráðherra um hvaða leið átti að fara. Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum. Það er bara ekki nóg að skoða einhverja kúreka í verktöku við að selja þennan banka og að forsætisráðherra leggi það á borðið að við verðum að hafa hennar orð fyrir því að allur undirbúningur af hálfu fjármálaráðherra hafi verið góður. Það bara dugar ekki til,“ segir Þorbjörg Sigríður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist telja að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Vísir/Vilhelm Ekkert sem bendi til að aðrir ferlar hafi verið í lagi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist einnig styðja þá tillögu að þing komi saman til að ræða brotin í tengslum við söluferlið. „Svo sannanlega. Ég held að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Eins og Þorbjörg sagði hérna þá er einfaldlega ekkert sem hefur komið fram sem gefur okkur ástæðu til þess að ætla að aðrir ferlar hafi verið í lagi. Forsætisráðherra hefur það í hendi sér að kalla saman þing og setja á fót þessa rannsóknarnefnd. Við teljum að þjóðin eigi rétt á því að fá allar upplýsingar um framkvæmd þessarar sölu. Þetta er bara aðeins og mikið sem er búið að koma í ljós,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Viðreisn Píratar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27. júní 2023 12:11 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27. júní 2023 12:11
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19